Nýjast á Local Suðurnes

Íbúar taki þátt í að móta framtíðina

Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, fyrir hönd íslenska ríkisins, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia, stendur að alþjóðlegri samkeppni um þróunaráætlun nærsvæðis Keflavíkurflugvallar. Þróunaráætlunin nær til ársins 2050 og mun leggja grunn að þróunarkjarna fyrir samfélagið og atvinnulífið á Reykjanesi.

Mikilvægur liður í mótun verkefnisins er samráð við samfélagið – bæði við einstaklinga og fyrirtæki. Samráðið hefst með spurningakönnun, sem finna má hér ásamt stuttri myndbandakynningu. Svörin munu m.a. nýtast keppendum í alþjóðlegri samkeppni um þróun svæðisins, segir í tilkynningu á vef Kadeco.