Nýjast á Local Suðurnes

Óvíst hvort Garcia leiki meira með Grindvíkingum

Wayne Garcia skoraði aðeins 4 stig í kvöld og er væntanlega á heimleið

Það vakti athygli að hinn stóri miðherji Grindvíkinga, Chuck Garcia lek einungis rétt rúmar tvær mínútur með liðinu gegn Tindastóli í Dominosd-deildinni í körfuknattleik í gær og komst ekki á blað.

Chuck hefur að sögn þjálfara liðsins, Jóhanns Þórs Ólafssonar átt erfitt með andadrátt undanfarnar þrjár vikur og var þetta óvenju slæmt í gær.

“Hann er í vandræðum með það eitt að draga andann. þetta kom upp fyrir ca 3 vikum síðan og hann var svona á móti Þór Þorlákshöfn. Síðan þá er þetta búið að vera að plaga hann en þetta var óvenju slæmt í gær.” sagði Jóhann í samtali við Karfan.is

Grindvíkingar leika mikilvægan leik gegn Njarðvíkingum þann 10. mars næstkomandi, leik sem verður að vinnast ætli liðið sér sæti í úrslitakeppninni, og er óvíst hvort Garcia nái að leika þann leik.