Nýjast á Local Suðurnes

Sjóðandi heitur Kani Grindvíkinga fann vel fyrir Kuldabola

Wayne Garcia skoraði aðeins 4 stig í kvöld og er væntanlega á heimleið

Það er óhætt að segja að hinn nýi erlendi leikmaður Grindvíkinga í körfuboltanum, “Chuck” Garcia hafi verið sjóðandi heitur í sínum fyrsta leik fyrir félagið gegn Skallagrími frá Borgarnesi í gær, kappinn setti 27 stig og var með 100% nýtingu í þriggjastiga skotinu sem hann tók.

Þrátt fyrir að Chuck hafi verið heitur í Fjósinu í Borgarnesi fann hann vel fyrir kuldanum á Íslandi enda kemur hann frá Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hitastigið um þessar mundir er í kringum 20 gráðurnar.

Heimasíða Grindavíkurbæjar greindi frá því í dag að Chuck hafi ekki alveg verið græjaður fyrir þennan kulda og leðurjakkinn dugði skammt. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, stjórnarmaður hjá körfuknattleiksdeildinni brá þá á það ráð að auglýsa eftir úlpu fyrir kappann í stærðinni XXL í gær og skemmst er frá því að segja að Chuck er nú þegar kominn með úlpu.

Sigurbjörn birti meðfylgjandi mynd á Facebook áðan með orðunum: „Málinu reddað! Chucksterinn mættur í Cintamani. Kallið mig bara: Sibbi Plug“