Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík í undanúrslit eftir sigur á Skallagrími

Grindvíkingar lögðu 1. deildarlið Skallagríms að velli í Powerade-bikarnum í kvöld í Borgarnesi með níu stiga mun, 96-105.

Sigur Grindvíkinga var öruggur þó að munurinn í stigum hafi ekki verið mikill, Grindvíkingar leiddu 17-31 eftir fyrsta leikhluta og höfðu góða forystu í hálfleik, 42-58.

Skallagrímsmenn komust aðeins inn í leikinn í síðari hálfleik en það dugði ekki til, sigur Grindvíkinga var öruggur.

Grindvíkingar kynntu nýjan erlendan leikmann til leiks í kvöld, “Chuck” Garcia en hann var stigahæstur þeirra í leiknum með 27 stig, Þorleifur Ólafsson gerði 17 og Jón Axel 14.