Nýjast á Local Suðurnes

Ragnar akstursíþróttamaður ársins

Ragnar Magnússon hefur verið valinn akstursíþróttamaður ársins af AFÍS.

Ragnar nældi í Íslands og bikarmeistaratitil í 2000 flokki síðastliðið sumar.

Aksturíþróttakona ársins er Rakel Ósk Árnadóttir fyrir fyrirmyndar frammistöðu í rallycrossi unglingaflokk síðastliðið sumar.

Einnig voru veitt heiðursverðlaun og völdu AÍFS tvo menn sem hafa tekið mikinn þátt í og eflt starf AÍFS undanfarin ár, Andri M Stefánsson og Garðar Gunnarsson fengu þau verðlaun.

Þá var ákveðið að veita verðlaun fyrir félagsmann ársins en þessi verðlaun eru fyrir þann aðila sem hefur verið hvað virkastur í sjalfboðastarfi fyrir AÍFS í sumar, Árni Gunnlaugsson fékk þau verðlaun fyrir sín störf í sumar.

Verðlaun voru veitt fyrir veltu ársins, Valdimar Jón Sveinsson fékk þau verðlaun fyrir veltu sína á uxarhryggjum í sumar. Allir þeir sem veltu í sumar fengu viðurkenningarskjal fyrir að hafa rúllað í sumar.

AÍFS þakkar fyrir frábært ár 2019, gerum 2020 enn betra keppnisár!