Nýjast á Local Suðurnes

Kanna áhuga á skautasvelli

Reykjanesbær kannar áhuga íbúa sveitarfélagsins á uppsetningu á skautasvelli í sveitarfélaginu.

Framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar setti könnun um málið fram á Facebook-síðu sé ætluð er íbúum Reykjanesbæjar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, en nokkur hundruð manns hafa tekið þátt í könnuninni og eru flestir á jákvæðum nótum.

Ekki kemur fram hvar slík aðstaða yrði sett upp ef af verður.