Nettó biður eftir löggjöf varðandi sölu áfengis í vefverslun

Gunnar Egill Sigurðsson, nýráðinn forstjóri Samkaupa, segir að öllum undirbúningi sé þegar lokið til að hægt sé að hefja sölu áfengis í vefverslun Nettó, en að fyrirtækið muni þó ekki taka slaginn á næstunni.
Gunnar segir, í samtali við mbl.is að ástæðan fyrir því að þau hafi ekki viljað fara í þetta fyrr sé sú að löggjöfin sé ekki nægilega skýr hvað varðar sölu á áfengi með þessum hætti á Íslandi.
„Við kappkostum að fylgja þeim lögum sem gilda á hverjum tíma sama hvort að maður sé sammála þeim eða ekki. Við höfum ekki viljað fara fram hjá einhverju kerfi þegar óvissa ríkir um hvaða réttarfarslegu áhrif það muni hafa.“