Nýjast á Local Suðurnes

Grannaslagur fótboltanum í Sandgerði í dag

Reynismenn fá Víðismenn í heimsókn á K&G-völlinn í dag klukkan 14, um er að ræða fyrsta deildarleik sumarsins hjá báðum liðum í 3. deildinni.

Liðin hafa 16 sinnum att kappi í mótum á vegum KSÍ í gegnum tíðina og hafa Reynismenn unnið sjö leiki, fimm hafa endað með jafntefli og Víðismenn unnið fimm. Í leikjunum 16 hafa Sandgerðingarnir skorað 33 mörk en Garðbúar 30. Sé miðað við söguna má því búast við hörkuleik í Sandgerði í dag.