Nýjast á Local Suðurnes

Víðismenn sigruðu og Reynismenn gerðu jafntefli

Víðismenn sigruðu Berserki í 3. deildinni í knattspyrnu í gær, 3-1 og skoraði Milan Tasic tvö mörk og Aleksandar Stojkovic eitt. Víðismenn sem hafa verið ´miklu skriði að undanförnu fengu þar með þrjú mikilvæg stig í fallbaráttunni.

Víðismenn eru nú í sjöunda sæti með 17 stig eftir 15 leiki og leika næst gegn Völsungi á Nesfisk-vellinum þann 29. ágúst en Völsungur er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar.

Reynismenn gerðu jafntefli, 2-2 gegn Álftanesi eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og skoruðu þeir Pétur Þór Jaidee og Hafsteinn Rúnar Helgason mörk Reynismanna.

Reynir er í öðru sæti deildarinnar með 30 stig og eiga þeir næst leik gegn liði Kára á heimavelli þann 27. ágúst.