Ársgamalt umferðarslys til rannsóknar – Leita vitna
Lögreglan á Suðurnesjum leitar að vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað í Reykjanesbæ þann 15. október árið 2022 þar sem ekið var á mann á rafhlaupahjóli á gatnamótum Norðurtúns og skólavegar.
Í Facebook-færslu lögreglunnar segir að talsvert sé um liðið en þó megi reyna.
Lögreglan var ekki kölluð til er slysið varð og því óskar hún eftir upplýsingum um málið.
Þeir sem veitt geta upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna símleiðis eða með tölvupósti.