Nýjast á Local Suðurnes

Sumaráætlun strætó hefur tekið gildi

Innanbæjarstrætó í Reykjanesbæ ekur samkvæmt sumaráætlun á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst. Leiðir eru fjórar, R1, R2, R3 og R4 og er notendum er bent á að kynna sér áætlanir leiðanna vel.

Nýr rekstraraðili tók við umsjón strætó í Reykjanesbæ þann 1. júní síðastliðinn, Hópferðir Sævars og má nálgast upplýsingar um áætlunina í síma 421 -4444 alla virka daga á milli 9 og 16. Þá er einnig hægt að senda fyrirspurnir á netfangið straeto@reykjanesbaer.is.

Hér má nálgast sumaráætlun innanbæjarstrætó í Reykjanesbæ