Nýjast á Local Suðurnes

Hnefaleikafélag Reykjaness 15 ára – Fagna tímamótunum með boxkvöldi á Ljósanótt

Að venju mun Hnefaleikafélag Reykjaness bjóða gestum Ljósanætur upp á hörku boxkvöld þann 2. september klukkan 20:30, í húsakynnum félagsins að Framnesvegi 9. Flestir af bestu boxurum landsins munu taka þátt í mótinu.

Hnefaleikafélag Reykjaness var stofnað sama ár og hnefaleikar voru leyfðir á Íslandi, eða árið 2001 og fagnar því 15 ára afmæli á árinu.

Forsala er hafin í líkamsræktarstöðinni Lífsstíl og er um að gera að ná sér í miða á forsöluverði. Einnig er hægt að panta sér á https://astundun.is/c/boxing.