Nýjast á Local Suðurnes

Vel heppnað boxkvöld Hnefaleikafélags Reykjaness á Ljósanótt – Myndir!

Hnefaleikafélag Reykjaness hélt sitt árlega boxkvöld í tengslum við Ljósanæturhæatíðina þann 2. september síðastliðinn. Kvöldið þótti takast einstaklega vel, enda vel lagt í kvöldið að þessu sinni þar sem félagið fagnar 15 ára afmæli á árinu.

Þrír Suðurnesjamenn stigu í hringinn að þessu sinni, Íslandsmeistarinn frá 2008, Vikar Sigurjónsson keppti fyrstur Suðurnesjamanna og sýndi að hann hefur engu gleymt, hann varð þó að hætta keppni vegna meiðsla.

Helgi Rafn Guðmundsson keppti í hnefaleikum í fyrsta sinn, en hann er þrautreyndur Taekwondo og BJJ keppandi. Fjölmargir áhorfendur fylgdu Helga og braust út mikill fögnuður þegar hann sigraði í sínum fyrsta bardaga.

Þorsteinn Snær Róbertsson keppti lokabardagann fyrir hönd HFR. Bardaginn var mjög spennandi, enda keppti Þorsteinn gegn afar reynslumiklum boxara, Sævari Rúnarssyni frá Hnefaleikafélagi Akureyrar. Það fór þó svo að lokum að Þorsteinn hafði sigur.

Einn af stofnendum Hnefaleikafélags Reykjaness, gleðigjafinn og hnefaleikafrumkvöðullinn Guðjón Vilhelm var kynnir kvöldsins og fór á kostum sem slíkur, eins og honum er einum lagið, en öllum bardögum fylgdi forsaga keppenda frá félaginu og viðtal við keppendur eftir bardagana.

Meðfylgjandi myndir eru teknar af Tryggva Rúnarssyni og fengnar af Faecbook-síðu HFR, en þar er að finna fjölda mynda frá kvöldinu og úr starfsemi félagsins.

box1

 

box2

 

box3

 

box4

 

box5

 

box6

box cover