Nýjast á Local Suðurnes

Grindavíkurstúlkur á toppnum í kvennaboltanum

Grindavíkurstúlkur tóku á móti FH í toppslag B-Riðils 1. deildar kvenna í gær.  Grindavík hafði betur þrátt fyrir að gestirnir úr Hafnarfirði höfðu náð forystu eftir tæplega hálftíma leik.

Þær Sara Hrund Helgadóttir og Margrét Albertsdóttir skoruðu mörk Grindavíkur, Sara undir lok fyrrihálfleiks og Margrét í upphafi þess síðari.

Úrslit kvöldsins þýða að Grindavík er komið með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en FH og Fram hafa jafnmörg stig í 2.-3.sæti.

grindavik kvennabolti

Grindavíkurstúlkur gerðu flotta auglýsingu fyrir leikinn gegn FH