Nýjast á Local Suðurnes

Daði Lár Jónsson yfirgefur Keflavík

Leikstjórnandinn Daði Lár Jónsson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Keflvíkinga, eftir stutt stopp, og snúa aftur á heimaslóðir í Garðabæinn. Daði Lár mun því leika með Stjörnunni á næsta tímabili í Dominos deildinni.

Daði lék fyrir Stjörnuna upp alla yngri flokka auk þess að leika með yngri landsliðum Íslands en reyndi fyrir sér með liði Keflavíkur seinni hluta síðasta tímabils.