Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík sló tvö met í 7-0 tapleik gegn Stjörnunni

Keflvíkingar voru heppnir að tapa ekki nema 7-0 gegn Stjörnunni í Garðabæ í dag, Keflvíkingar sköpuðu sér nánast engin færi á meðan Stjörnumenn sóttu látlaust að marki, 7-0 sigur Stjörnunnar hefði hæglega getað orðið mun stærri.

Stjörnumenn byrjuðu leikinn með látum og voru komnir í 2-0 eftir stundarfjórðungs leik og bættu svo við þriðja markinu fyrir leikhlé, gegn löngu föllnum Keflvíkingum.

Tengt efni: Frá ritstjóra: Eru fimm ár í fallbaráttu ásættanlegur árangur?

Lið Stjörnunnar hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og röðuðu mörkunum inn, það fjórða kom snemma í hálfleiknum og það fimmta eftir misheppnað úthlaup Sigmars Inga Sig­urðar­son­ar, sem stóð í marki Kefla­vík­ur í fyrsta sinn í sum­ar. Sjötta markið kom á 85. mínútu og það sjöunda á lokamínútu leiksins.

Keflvíkingar setja miður skemmtileg met með frammistöðu sinni í sum­ar en liðið get­ur í mesta lagi náð 10 stig­um, með sigri í lokaum­ferðinni, en ekkert lið hefur áður fengið svo fá stig. Keflvíkingar hafa fengið á sig 59 mörk fyrir lokaumferðina en ekkert lið hefur fengið svo mörg mörk á sig í 12 liða úrvalsdeild.