Herþjáfunarfyrirtækið ECA Program gjaldþrota

Félagið ECA Program Iceland ehf., sem átti að halda utan um herþjálfunarbúðir á Keflavíkurflugvelli, var tekið til gjaldþrotaskipta hinn 17. september sl. með úrskurði héraðsdóms Reykjaness.
Félgið var í eigu hollenska félagsins ECA Program Ltd. en ætlunin var að skrá og starfrækja hér á landi Sukhoi SU-30 flugvélar til þjálfunar og æfinga. Félagið var skráð með aðsetur í byggingu 2314 í Reykjanesbæ, en þar eru í dag aðalskrifstofur Skóla ehf., sem rekur nokkra leikskóla, m.a. á Ásbrú og í Grindavík. Þetta kemur fram á mbl.is.
Í ítarlegri úttekt Eyjunnar á málinu frá árinu 2012 kemur fram að ECA Program var tekið til gjaldþrotaskipta í Lúxemborg árið 2011 og að fyrirtækið hafi aldrei haft burði til þess að láta verkefnið verða að veruleika.