Nýjast á Local Suðurnes

Herþjáfunarfyrirtækið ECA Program gjaldþrota

Fé­lagið ECA Program Ice­land ehf., sem átti að halda utan um herþjálf­un­ar­búðir á Kefla­vík­ur­flug­velli, var tekið til gjaldþrota­skipta hinn 17. sept­em­ber sl. með úr­sk­urði héraðsdóms Reykja­ness.

Félgið var í eigu hol­lenska fé­lags­ins ECA Program Ltd. en ætl­un­in var að skrá og starf­rækja hér á landi Suk­hoi SU-30 flug­vél­ar til þjálf­un­ar og æf­inga. Fé­lagið var skráð með aðset­ur í bygg­ingu 2314 í Reykja­nes­bæ, en þar eru í dag aðalskrif­stof­ur Skóla ehf., sem rek­ur nokkra leik­skóla, m.a. á Ásbrú og í Grindavík. Þetta kemur fram á mbl.is.

Í ít­ar­legri út­tekt Eyj­unn­ar á mál­inu frá ár­inu 2012 kem­ur fram að ECA Program var tekið til gjaldþrota­skipta í Lúx­em­borg árið 2011 og að fyr­ir­tækið hafi aldrei haft burði til þess að láta verk­efnið verða að veru­leika.