Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar fara syngjandi í úrslitin – Heyrðu öll þrjú Njarðvíkurlögin hér!

Það ríkir mikil gleði í herbúðum Njarðvíkinga þessi dægrin, enda liðið búið að tryggja sér sæti í úrslitaleik Geysis-bikarsins, eftir góðan sigur á KR-ingum í undanúrslitunum.

Það stefnir í að Njarðvíkingar mæti syngjandi og trallandi í höllina á laugardag þegar liðið leikur til úrslita gegn Stjörnunni, en aðdáendur liðsins hafa úr þremur lögum að velja í upphitun fyrir leikinn.

Stuðningsmenn liðsins geta einnig sýnt körfuknattleiksdeildinni fjárhagslegan stuðning með því að kaupa miða á úrslitaleikinn hér, en þá rennur stór hluti af söluverðinu beint í vasa þeirra Njarðvíkinga.

Lögin þrjú má heyra hér fyrir neðan: