Nýjast á Local Suðurnes

WOW-air herðir reglur í Keflavík – Sekta hiklaust fyrir of stórar töskur eftir innritun

Lággjaldaflugfélagið WOW-air hefur hert reglur varðandi handfarangur við inngöngu í vélar flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli. Við inngöngu í vélina er fólk látið máta töskur í þar tilgerðum standi og ef taska passar ekki þarf viðkomandi farþegi að borga 5.000 kr. gjald. Þetta er gert þrátt fyrir að búið se að vigta töskuna við innritun og engar athugasemdir hafi verið gerðar á þeim tímapunkti.

Töluverðar umræður hafa spunnist um þetta mál á samfélagsmiðlunum, eftir að óánægður farþegi birti Fésbókar-færslu um málið og eru flestir afar ósáttir við þessi vinnubrögð fyrirtækisins. Færsluna, sem hefur verið deilt yfir 2.000 sinnum má sjá hér fyrir neðan.