Nýjast á Local Suðurnes

Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á kísilveri

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

PCC SE, meiri­hluta­eig­andi kís­il­vers­ins PCC BakkiSil­icon hf. á Húsa­vík, hefur und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu varð­andi mögu­leg kaup á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík af Arion banka.

Frá þessu er greint á vef Kjarnans. Árið 2019 hófst mat á umhverf­is­á­hrifum þeirra áforma bank­ans að gera end­ur­bætur á henni, end­ur­ræsa hana og stækka með því að bæta þremur ljós­boga­ofnum við þann eina sem fyrir er og koma þannig verksmiðjunni í söluhæft form.