Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á kísilveri

PCC SE, meirihlutaeigandi kísilversins PCC BakkiSilicon hf. á Húsavík, hefur undirritað viljayfirlýsingu varðandi möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík af Arion banka.
Frá þessu er greint á vef Kjarnans. Árið 2019 hófst mat á umhverfisáhrifum þeirra áforma bankans að gera endurbætur á henni, endurræsa hana og stækka með því að bæta þremur ljósbogaofnum við þann eina sem fyrir er og koma þannig verksmiðjunni í söluhæft form.