Nýjast á Local Suðurnes

Enn stefnt á að endurræsa kísilmálmverksmiðju

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Við­ræð­ur Arion banka og PCC ES um kaup síðarnefnda félagsins á eignum Stakksbergs, sem heldur utan um eignir kísilmálmverksmiðju í Helguvík, eru enn í gangi. Viðræðurnar hófust í byrjun árs og hafa því staðið í rúm­lega átta mán­uði. 

Fjallað er um málið á vef Kjarnans, en þar er haft eftir samskiptastjóra Arion banka að nokkrar vikur, frekar en mánuðir, séu í niðurstöðu.

„Það er enn sem komið er ekk­ert fast í hendi. Sam­talið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það end­ar. Þó myndi ég halda að við séum að horfa á nokkrar vikur fremur en nokkra mán­uð­i.“

Enn er stefnt að því að endurræsa verksmiðjuna, en samkvæmt umfjöllun Kjarnans hófst mat á umhverf­is­á­hrifum árið 2019 undir þeim formerkjum að gera end­ur­bætur á henni, end­ur­ræsa hana og stækka með því að bæta þremur ljós­boga­ofnum við þann eina sem fyrir er. Mat­inu lauk með áliti Skipu­lags­stofn­unar í lok síð­asta árs.