Nýjast á Local Suðurnes

Vara við akstri á Reykjanesbraut

Vegagerðin varar vegfarendur við að aka um Reykjanesbraut fram undir hádegi en aðstæður á brautinni eru varasamar þar sem stormur er á hlið brautarinnar og hviður ná allt að 35 m/s.

Þá hefur Reykjavíkurstrætó, leið 55, hætt akstri í bili, en tilkynnt verður á vefsíðu Strætó þegar akstur hefst á ný.