Snarfækkar í einangrun og sóttkví
Alls eru 15 einstaklingar í einangrun á Suðurnesjasvæðinu samkvæmt nýjustu tölum á vef landlæknis og Almannavarna, covid.is, sem birtar voru í dag. Þá eru 22 einstaklingar í sóttkví.
Um jólin voru á fjórða hundrað manns í sóttkví eftir að smit komu upp á þremur leikskólum í Reykjanesbæ og Garði.