Nýjast á Local Suðurnes

Rændu verðmætum af unglingum vopnaðir járnrörum

Mynd: Facebook- Ozzo

Tveir menn, vopnaðir járnstöngum, veittust að nokkrum unglingum við Holtaskóla í Reykjanesbæ í gærkvöldi og höfðu af þeim verðmæti. Unglingarnir sluppu ómeiddir frá þessari lífsreynslu en var nokkuð brugðið.

Í samtali við sudurnes.net segir faðir eins drengjanna að mennirnir hafi haft einhver verðmæti af unglingunum og að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu. Atvikið átti sér stað um klukkan 23 og gátu unglingarnir gefið nokkuð greinargóða lýsingu á mönnunum og biðla foreldrar drengjanna til þeirra sem geta veitt upplýsingar um málið að hafa samband við lögreglu.