Nýjast á Local Suðurnes

Vel mætt á stefnumót með Ragnheiði Elínu

Prófkjörsbarátta Sjálfstæðisfólks er í fullum gangi um þessar mundir og keppast frambjóðendur við að kynna sig og sín málefni. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra gefur kost á sér í fyrsta sæti listans í Suðurkjördæmi og kynnti hún helstu stefnumál sín og fór yfir árangurinn á kjörtímabilinu á fundum með Suðurnesjamönnum í gær.

Ragnheiður Elín sagðist á Facebook-síðu sinni hafa átt gott stefnumót við Reykjanesbæinga og Grindvíkinga og var ánægð með fundina, en fjöldi fólks mætti og hlustaði á frambjóandann.

“Ég átti mjög gott stefnumót við sjálfstæðismenn í heimabænum Reykjanesbæ í gær og fór yfir árangurinn á kjörtímabilinu. Fínn fundur.” Sagði Ragnheiður Elín.

ragnh elin1

 

ragnh elin2