Nýjast á Local Suðurnes

Íbúafundur um málefni fólks á flótta

Miðvikudaginn 1. mars nk. kl. 17:00 verður haldinn íbúafundur í Stapa um málefni fólks á flótta.

Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa um hvernig móttöku flóttafólks er háttað hér á landi og þá þjónustu sem Reykjanesbær veitir þessum hópi fólks í samstarfi við ríkið.

Dagskrá:

Velkomin

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar


Ísland í alþjóðlegu samhengi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra


Samfélagið á Suðurnesjum

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Reykjanesbæ


Þjónusta við fólk á flótta

Ásta Kristín Guðmundsdóttir, teymisstjóri alþjóðateymis hjá Reykjanesbæ


Hvernig getur þú hjálpað? Þolinmæði og skilningur

Liliia Zholobova, málsstjóri alþjóðateymis Reykjanesbæjar


Samtakamáttur og þátttaka íbúa í aðlögun

Anna Karlsdóttir, hjá Nordregio