Nýjast á Local Suðurnes

Kynna Suðurnesjamódelið á fundi Sameinuðu þjóðanna

Full­trú­ar frá Vel­ferðarráðuneyt­inu og lög­regl­unn­i á höfuðborg­ar­svæðinu munu kynna verkefnið „Að halda glugganum opnum“ eða Suðurnesjamódelið svokallaða á 60. fundi Kvenna­nefn­ar Sam­einuðu þjóðanna sem hófst í dag.

Verkefnið verður kynnt Þann 17. mars á kvenna­nefnd­ar­fund­in­um og ber yf­ir­skrift­ina „Keep the Window Open“. Hér á landi hef­ur verk­efnið verið kallað Suður­nesja­mód­elið en það miðar að því að bæta rann­sókn­ir í mál­um er varða heim­il­isof­beldi og koma fleiri mál­um í gegn­um rétt­ar­vörslu­kerfið.

Verk­efnið þykir hafa gefið góða raun og fjöldi sveitarfélaga á Íslandi vinnur eftir módelinu auk þess sem verkefnið hefur verið kynnt á ráðstefnumá Spáni og í Finnlandi. Embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur einnig fengið heimsóknir hópa frá Noregi og Póllandi, sem hafa kynnt sér verkefnið. Þá hafa fé­lags- og dóms­mála­yf­ir­völd í Vest­ur-Gautlandi í Svíþjóð unnið að und­ir­bún­ingi þró­un­ar­verk­efn­is sem bygg­ir á Suðurnesjamódelinu og miðar að bættu verklagi og sam­vinnu í heim­il­isof­beld­is­mál­um.

Þær Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, Alda Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir, yf­ir­lög­fræðingur hjá embætt­inu og Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir, full­trúi Stíga­móta munu kynna verkefnið á kvennanefndarfundinum.