Nýjast á Local Suðurnes

Vinsælustu rapparar landsins skemmta í Reykjanesbæ

Aðdáendur rapptónlistar geta hugsað sér gott til glóðarinnar um helgina, en á laugardagskvöldið mun Keflvíski rapparinn KILO troða upp á skemmtistaðnum H30 ásamt einum vinsælasta rapphóp landsins, Shades Of Reykjavík.

KILO, sem er fæddur og uppalinn í Keflavík, sló rækilega í gegn í sumar með laginu Magnifico, auk þess sem hann átti eftirminnilega framkomu á Secret Solstice hátíðinni.

Shades Of Reykjavík þarf vart að kynna, en hópurinn hefur meðal annars slegið í gegn með laginu Enginn trekantur hér, sem unnið var í samvinnu við Indversku Suðurnesjaprinsessuna Leoncie, auk þess sem lögin Macualy Culcin og Lúpínublús hafa fengið að hljóma duglega á öldum ljósvakans. Þá mun Basic B, einn flottasti Hip Hop DJ landsins og annar helmingur BLKPRTY sjá um tónlistina fyrir KILO á þessari skemmtun, sem enginn rappaðdáandi ætti að láta framhjá sér fara.

Einhverjir heppnir eiga möguleika á að vinna sér inn miða á þessa einstöku tónleika með því að fylgja leiðbeiningum sem eru settar fram hér.