Nýjast á Local Suðurnes

Dagskrá Sjóarans síkáta glæsileg að vanda – Síðan skein sól á risadansleik

Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík er glæsileg í ár, eins og undanfarin ár. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein vinsælasta fjölskylduhátíð á landinu.

Dagskráin nær hámarki dagana 9. – 11. júní,  föstudeginum er litaskrúðganga hverfanna á sínum stað, ásamt bryggjuballi þar sem Ingó og veðurguðirnir munu halda uppi stuðinu. Þá mun úrval grindvískra skemmtikrafta stíga á svið á föstudagskvöldinu.

Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á Sjóaranum í ár. Barnadagskráin er í stóru hlutverki laugardag og sunnudag, en þá koma fram Bjarni töframaður, Solla stirða, Siggi sæti, Íþróttaálfurinn, Halla hrekkjusvín, Skoppa og skrítla, Sirkus Íslands, diskótekið Dísa og Bíbí & Björgvin. Þá verður einnig starfræktur töfraskóli á laugardeginum í umsjón Einars Mikaels.

Böll og dansleikir verða út um allan bæ. Síðan skein sól spilar á árlegum dansleik körfuknattleiksdeildarinnar í íþróttahúsinu, ásamt Emmsjé Gauta og DJ Agli Birgis. KK Band spilar á Fish house og Dalton á Salthúsinu.