Nýjast á Local Suðurnes

Playboy-fyrirsæta mynduð í Bláa lóninu – Myndband!

Mynd: Skjáskot af vef Playboy

Fyrirsætan Ausrine Olivia kom hingað til lands á dögunum ásamt tískuljósmyndaranum Ana Dias, en þær voru hér á landi á vegum Playboy-tímaritsins. Samkvæmt YouTube-síðu Playboy var markmiðið með ferðinni hingað til lands að sanna að hægt sé að gera Ísland að kynþokkafullum áfangastað.

Playboy-fyrirsætan baðaði sig meðal annars í Bláa lóninu og var hæst ánægð, með lónið og landið, ef eitthvað er að marka myndbandið hér fyrir neðan. Myndskeiðið sem tekið var í og við Bláa lónið hefst þegar 2 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar af myndbandinu.