Nýjast á Local Suðurnes

Telja ekki þörf á að eyða vargfugli

Mynd: Náttúruminjasafn Íslands

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar telur ekki þörf á að farið verði í eyðingu vargfugls í sveitarfélaginu, en Sigvaldi Arnar Lárusson lagði fram erindi þess efnis fyrir ráðið. Samkvæmt erindinu hefur Sigvaldi öll tilskilin leyfi til starfans.

Reykjanesbær óskaði eftir umsögn Náttúrustofu Suðvesturlands varðandi þörf á eyðingu vargfugla í sveitarfélaginu og að teknu tilliti til umsagnarinnar leggst umhverfis- og skipulagsráð gegn umsókninni og var erindinu því hafnað hafnað.