Nýjast á Local Suðurnes

Umdeildur kennari ráðinn við Stapaskóla

Stjórnendur Stapaskóla hafa ráðið Leif Garðarsson í stöðu deildarstjóra unglingadeildar við skólann. Ráðning Leifs hefur vakið upp töluverða reiði á meðal foreldra barna við skólann þar sem Leif var sagt upp störfum sem skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði eftir að hafa sent óviðeigandi skilaboð á ungar körfuknattleiksstúlkur.

Vefur Mannlíf greindi frá málinu og hefur blaðamaður miðilsins eftir áreiðanlegum heimildum að foreldrar barna í skólanum séu búnir að vera ræða saman og muni ákveða það á fundi á mánudaginn, hvort þau muni tilkynni skólastjórnendum skólans það að ef að Leifur Garðarsson verði ráðinn til starfa við skólann, taki þau börn sín úr skólanum.

Eins og áður sagði missti Leifur starf sitt sem skólastjóri vegna samskipta sinna við ungar stúlkur, hann missti einnig starf sem körfuknattleiksdómari vegna sama máls og sem knattspyrnuþjálfari vegna svipaðra mála.

Fyrirspurnum Suðurnes.net vegna málsins hefur ekki verið svarað.