Nýjast á Local Suðurnes

Jörð skelfur við Grindavík

Snörp jarðskjálftahrina stendur nú yfir nærri Grindavík og á samfélagsmiðlum hafa íbúar greint frá því að þeir hafi fundið vel fyrir nokkrum þeirra.

Stærsti skjálftinn hingað til mældist 3,3 að stærð, varð um tuttugu mínútur yfir tvö en þrír jarðskjálftar í kringum þrjá hafa orðið frá því rétt fyrir klukkan tvö. Þeir eiga allir upptök sín rúma fimm kílómetra norðaustur af Grindavík.