Nýjast á Local Suðurnes

Hælisleitendur fara í Keflavíkurgöngu

Mynd: Facebook / Refugees in Iceland

Næstkomandi laugardag standa samtökin No borders og Refugees in Iceland fyrir kröfugöngu frá Keflavík til Reykjavíkur. Gengið verður frá húsnæði Útlendingastofnunar fyrir flóttamenn á Ásbrú og endar gangan á Austurvelli.

Með kröfugöngunni vill hópurinn leggja áherslu á fimm kröfur. Í fyrsta lagi að íslensk stjórnvöld hætti brottvísunum, sérstaklega til landa þar sem aðstæður flóttamanna eru óviðunandi. Í öðru lagi að allar umsóknir um alþjóðlega vernd fái efnislega meðferð og þriðja krafan snýr að því að hælisleitendur fái tímabundið atvinnuleyfi. Þá er krafist mannsæmandi heilbrigðisþjónustu og lokun einangrunarbúðanna á Ásbrú.