Kaldavatnlaust í Grindavík
Kaldavatnlaust hefur verið í Grindavík síðan í gærkvöldi, en vatn var tekið af vegna framkvæmda. Gert var ráð fyrir að vatn yrði komið á í bænum um hádegi í dag, en ljóst er að tafir verða á því.
Ekki er ljóst hvenær vatn verður komið á í bænum, en bilun varð í dælustöð í kjölfar framkvæmda.