Nýjast á Local Suðurnes

Jarðskjálfti fannst í Bláa lóninu

Til­kynn­ing­ar hafa borist til Veður­stofu Íslands um að jarðskjálft­i hafi fund­ist bæði í Grinda­vík og í Bláa lón­inu. Jarðskjálftinn mældist um klukkan korter í sjö og var 3,1 að stærð.

Ann­ar skjálfti, 2,6 að stærð, varð á sömu slóðum nokkrum mín­út­um síðar. Undanfarna daga hefur dregið úr skjálfta­virkni í grennd við Grinda­vík, þó enn mæl­ist smá­skjálft­ar á svæðinu. Veðurstofa heldur áfram sólahringsvakt á svæðinu.