Jarðskjálfti fannst í Bláa lóninu

Tilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands um að jarðskjálfti hafi fundist bæði í Grindavík og í Bláa lóninu. Jarðskjálftinn mældist um klukkan korter í sjö og var 3,1 að stærð.
Annar skjálfti, 2,6 að stærð, varð á sömu slóðum nokkrum mínútum síðar. Undanfarna daga hefur dregið úr skjálftavirkni í grennd við Grindavík, þó enn mælist smáskjálftar á svæðinu. Veðurstofa heldur áfram sólahringsvakt á svæðinu.