Saka innflutningsfyrirtæki á Suðurnesjum um tugmilljóna svik
Neytendasamtökunum hefur borist ábending um að tugir milljóna hafi verið sviknar út úr sextán manns af innflutningsfyrirtæki sem sem staðsett er á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Fyrirtækið, sem er Smart modular Ísland, samkvæmt fréttinni, gefur sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu, en samkvæmt frétt vísis.is af málinu hafa húsin ekki verið afhent kaupendum. Í fréttinni kemur einnig fram að um sé að ræða verulegar upphæðir sem þegar hafi verið greiddar fyrirtækinu, eða um 88 milljónir króna og búist sé við að sú tala muni hækka.
Formaður Neytendasamtakanna segir í samtali við Vísi að samtökin hafi fengið ábendingu um málið en geti lítið gert í slíkum málum annað en að vísa þeim til lögreglu.
Mynd: Skjáskot Facebook/Smart modular Ísland