sudurnes.net
Saka innflutningsfyrirtæki á Suðurnesjum um tugmilljóna svik - Local Sudurnes
Neytendasamtökunum hefur borist ábending um að tugir milljóna hafi verið sviknar út úr sex­tán manns af innflutningsfyrirtæki sem sem staðsett er á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrirtækið, sem er Smart modular Ísland, samkvæmt fréttinni, gefur sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu, en samkvæmt frétt vísis.is af málinu hafa húsin ekki verið afhent kaupendum. Í fréttinni kemur einnig fram að um sé að ræða verulegar upphæðir sem þegar hafi verið greiddar fyrirtækinu, eða um 88 milljónir króna og búist sé við að sú tala muni hækka. For­maður Neyt­enda­sam­takanna segir í samtali við Vísi að sam­tökin hafi fengið ábendingu um málið en geti lítið gert í slíkum málum annað en að vísa þeim til lög­reglu. Mynd: Skjáskot Facebook/Smart modular Ísland Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnUngir hljómborðsleikarar safna til styrktar langveikum börnum í ReykjanesbæIceredneck býður bjór og löggan snapparMun meiri aukning ferðamanna en spár Isavia gerðu ráð fyrirSigmenn á leið ofan í sprungunaHúsasali kærður til lögregluSvona á að und­ir­búa sig fyr­ir ofsa­veðriðÞriðjungur af launakostnaði Kadeco fer í þóknanir og hlunnindi til stjórnendaPiltur tekinn tvívegis réttindalaus á bifhjóliSilja Dögg Gunnarsdóttir: “Breytingin byrjar hjá okkur sjálfum”