Nýjast á Local Suðurnes

Safna samtölum varðandi jarðskjálftana og eldgosin

Næsta vor stendur til að opna sýningu í Kvikunni í Grindavík þar sem meðal annars verður fjallað um jarðskjálftana og eldgosin 2020-2022. Í tengslum við sýninguna verður meðal annars safnað saman samtölum á milli fólks varðandi skjálftana og er biðlað til fólks að taka þátt.

Okkur, sem stöndum að sýningunni, langar að biðja ykkur um að skoða þau samskipti sem þið áttuð við vini og vandamenn í gegnum samfélagsmiðla, annars vegar þegar landrisið/jarðskjálftarnir byrjuðu, og hins vegar þegar eldgosið loks hófst.

Það væri gaman ef þið gætuð sent okkur skjáskot af samskiptum um jarðskjálftana/eldgosin og gefið okkur leyfi til að nota þau á sýningunni. Samtölin mega vera af öllu tagi, sýna spennu, ótta, óvissu o.s.frv. 

Ætlunin er að birta samskipti milli fjölskyldna og vina í aðdragandanum með fornafni og aldri viðkomandi, t.d. „Fannstu þennan?“ (Ásta, 14 ára). Athugið að nöfnum verður breytt sé þess óskað.

Vonandi fáum við sem fjölbreyttust skilaboð frá Grindvíkingum á öllum aldri, kynjum og þjóðernum. Með samtölunum er ætlað að sýna hvað gekk á í samfélaginu okkar á meðan jarðhræringarnar gengu yfir. 

Senda má skilaboðin á netfangið gestastofa@grindavik.is eða gegnum Facebook síðu Grindavíkurbæjar. Segir í tilkynningu.