Nýjast á Local Suðurnes

Kannt þú að nota vinstri akreinina? – Myndband!

Bandarísk löggæsluyfirvöld hófu nýlega að fylgjast nánar en áður með frammúrakstri, þar sem slysum sem tengdust of hægum akstri virtist fjölga töluvert. Ungur bandarískur maður, sem stöðvaður var á vinstri akrein fyrir of hægan akstur setti saman þetta greinargóða myndband sem útskyrir mjög vel, á mannamáli og með vísindalegum hætti, hvernig á að nota vinstri akreinina.

Fyrir okkur sem ökum Reykjanesbrautina á hverjum degi er þetta hið besta áhorf.