Rokksafnið víki fyrir bókasafni
Á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar var lagt fram minnisblað þar sem lagt er til að Bókasafn Reykjanesbæjar verði flutt í Hljómahöll í aðstöðu rokksafnsins og að Rokksafni Íslands verði fundinn annar staður. Þetta er liður í því að Hljómahöll verði menningarhús Reykjanesbæjar til framtíðar.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu og að kannað verði með hugsanlegan kostnað og tilhögun við færslu bókasafnsins.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Margrét Sanders leggur áherslu á að þarfagreining og kostnaðaráætlun liggi fyrir áður en lokaákvörðun er tekin.