Nýjast á Local Suðurnes

Reykjaneshöfn vill fá gamlan veg endurgreiddan úr ríkissjóði

Reykjaneshöfn óskar eftir 179 milljónum króna úr ríkissjóði vegna um eins kílómeters langs vegar frá Garðskagavegi niður að hafnarbakkanum í Helguvíkurhöfn. Vegurinn var lagður fyrir 19 árum síðan. Um er að ræða reiknaðan framkvæmdakostnað sambærilegs vegar í dag, en það er mat Reykjaneshafnar að vegurinn ætti að flokkast sem stofnvegur og að hann ætti því að vera á forræði ríkisins. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins en þar er fjallað ítarlega um málefni Reykjaneshafnar.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir hins vegar að stofnunin hafi aldrei greitt fyrir veg sem tekinn er yfir af sveitarfélagi. Nema um sé að ræða ferjuhöfn nái þjóðvegir að hafnarsvæði, en ekki að hafnarbakka.