Nýjast á Local Suðurnes

Nemendur skoðuðu geitungabú í kennslustund – Myndir!

Þórunn Alda náttúrufræðikennari í grunnskólanum í Grindavík er svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gera náttúrufræðiskennsluna áhugaverða og spennandi.

Henni áskotnaðist geitungabú um daginn sem hún setti upp í náttúrufræðistofunni. Síðan bauð hún öllum bekkjum og starfsfólki að koma og skoða í smásjá. 6.Þ var í tíma hjá henni í gær og það datt hvorki né draup af krökkunum meðan þau biðu í röð eftir að komast að smásjánum til að skoða herlegheitin.

Fyrir áhugasama er fullt af myndum á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

geitungabu

 

geitungabu1

 

geitungabu2