Nýjast á Local Suðurnes

Áhrifavaldur yfirgefur Njarðvík og íbúðin komin á sölu

Áhrifavaldurinn og hönnuðurinn Camilla Rut Rún­ars­dótt­ir, eig­andi Camy Col­lecti­ons, hef­ur ákveðið að söðla um og yfirgefa Njarðvíkurnar og flytja á höfuðborgarsvæðið. Íbúð sem hún hefur haft á leigu á leigu undanfarna mánuði er kom­in á sölu.

Camilla flutti í íbúðina, sem stendur við Hjallaveg númer 1, í fe­brú­ar síðastliðnum og hefur eftir því sem næst verður komið liðið vel þar. Nánari upplýsingar um íbúðina má finna hjá Allt fasteignasölu sem hefur eignina í einkasölu.