Nýjast á Local Suðurnes

Setja á laggirnar félagsmiðstöð fyrir flóttafólk

Ríkið hefur tekið á leigu húsnæði á Ásbrú, sem í daglegu tali gengur undir nafninu Officera klúbburinn og koma þar upp aðstöðu undir félagsmiðstöð sem ætluð verður umsækjendum um alþjóðlega vernd.

Þetta kom fram í máli félag- og vinnumálaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en þar ræddi ráðherra málefni flóttafólks í Reykjanesbæ. Ráðherra sagði tilganginn með þessari ráðstöfun vera þá að fólkið hefði eitthvað við að vera á meðan beðið er úrvinnslu mála.