Nýjast á Local Suðurnes

Meta stöðuna við Fagradalsfjall – Fólk fari varlega

Staðsetning gossins sem hófst nú fyrir skömmu við Fagradalsfjall er innan hraunsins sem rann í síðasta gosi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir einnig að vísindafólk sé á leiðinni á staðinn með þyrlu landhelgisgæslunnar til að leggja mat á stöðuna.


Fólk er beðið um að fara með gát og forðast að vera á þessu svæði.