Nýjast á Local Suðurnes

Pólsk hátíð í Grindavík

Laugardaginn 7. maí næstkomandi á milli klukkan 16:00-18:00 verður blásið til pólskrar hátíðar í Kvikunni í Grindavík.

Tilefnið er stjórnarskrárdagur Póllands 3. maí. Boðið verður upp á veitingar að pólskum sið, skemmtiatriði, andlitsmálningu og fleira skemmtilegt.

Viðburðurinn er kjörið tækifæri til að kynnast pólskri menningu og gera sér glaðan dag. Dagskráin er fyrir allan aldur.