Nýjast á Local Suðurnes

Ljósanæturhlaup Lífsstíls í kvöld – Hlaupið til minningar um Björgvin Arnar

Hið árlega Ljósanæturhlaup Lífsstíls fer fram í kvöld, en að þessu sinni er hlaupið til minningar um Björgvin Arnar Atlason, sem lést eftir erfið veikindi þann 26. ágúst árið 2013 og munu 500 krónur af hverri skráningu renna til Barnaspítala Hringsins.

Ræst verður í allar vegalengdir klukkan 18 í kvöld, en í boði er að hlaupa 3, 7 og 10 kílómetra og hægt er að skrá sig til klukkan 17 í dag. Umsjón með hlaupinu hefur líkamsræktarstöðin Lífsstíll og eru rásmark, búningaaðstaða og sturtuaðstaða í húsakynnum líkamsræktarstöðvarinnar við Framnesveg.