Féll af hestbaki og slasaðist

Hestamaður slasaðist þegar hann féll af hesti sínum við Mánagrund í Keflavík sl. föstudag. Lögregla og sjúkrabifreið fóru á staðinn og var knapinn fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Ekki er vitað um ástæður óhappsins en maðurinn reyndist hafa hlotið meiðsl á ökkla.