Nýjast á Local Suðurnes

Eldur kviknaði á Ásbrú

Eld­ur kom upp í tómri skemmu á Ásbrú rétt fyr­ir klukk­an fimm í nótt. Samkvæmt heimildum sudurnes.net kom slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli fyrst á staðinn og hóf sökkvistörf, Brunavarnir Suðurnesja mættu svo skömmu síðar á vettvang. Búið er að slökkva eldinn en slökkviliðið er enn á vett­vangi.

Skemman sem um ræðir hýsti þvotta­hús bandaríska hersins á árum áður en er ekki í notkun um þessar mundir.